Ekkifrétt

Í Morgunblaðshöllu enn binda þau bönd
sem bakast í hugsjónaeldi:
Jóakim frændi með Andrési Önd
í útgerðarhjúkrunarveldi.

Auglýsingar
Published in: on október 7, 2016 at 11:58 f.h.  Færðu inn athugasemd  

Að loknu flokksþingi

Víða á Framsókn fé á beit
og félaga styður sína.
Auðinn geymir í aflandssveit
en atkvæðin flest í Kína.

Published in: on október 6, 2016 at 4:52 e.h.  Færðu inn athugasemd  

Sláturtíð

Í dag berst
sviðalykt
frá afgirtu stórhýsinu
utan ár.

Vagnarnir nýkomnir
með óttaslegin andlit
við stálgirtar glufur.

Ný stýra pólskar hendur
gasinu.

Vinnan göfgar
enn.

Published in: on september 27, 2016 at 8:50 e.h.  Færðu inn athugasemd  

Ekki stórlax, heldur …

Ægileg óvissa á sveimi.
Ógnir sem hópast í teymi.
Fastur er Óli
á forsetastóli,
fimasti hoplax í heimi.

Published in: on apríl 24, 2016 at 11:32 f.h.  Færðu inn athugasemd  

Stóra myndin

Andskotar óhróður kyrja,
ofan á lygarnar smyrja.
Ég er ómerkur sagður,
í einelti lagður
og alltaf hinir sem byrja.

Published in: on apríl 6, 2016 at 9:32 e.h.  Færðu inn athugasemd  

Nokkur orð um aðkomu mína, sem engin er, að alltof umræddu máli

Frá skattholi mínu mjög ég greini
með því að dylja´ða.
Aflandsfélög á ég í leyni
án þess að vilja´ða.

Published in: on mars 30, 2016 at 9:04 f.h.  Færðu inn athugasemd  

Vistarbandið nýja

Ef herra Ólafur fer
er það fyrst er hann sér
allt válegt burt rekið
svo við geti tekið
hvaða imbi sem er.

Published in: on október 21, 2015 at 6:40 e.h.  Færðu inn athugasemd  
Tags: